Um okkur

Fasteignasalan Valhöll var stofnuð af þeim Ingólfi Geir Gissurarsyni og Bárði Tryggvasyni í febrúar 1995. Síðan þá hefur Valhöll verið rekinn við góðan orðstír og var eitt framúrskarandi fyrirtækja skv. úttekt Credit info árin 2015 - 2022. Fyrstu þrjú árin hafði Valhöll aðsetur í Mörkinni 3 en hefur frá árinu 1998 verið staðsett í Síðumúla 27.

Þann 1. mars 2023 tóku fasteignasalarnir og lögmennirnir Óskar H. Bjarnasen og Snorri Björn Sturluson við rekstri Valhallar en Ingólfur mun starfa áfram með nýjum eigendum. Óskar og Snorri hyggjast byggja á sterkum grunni Valhallar og styrkja fyrirtækið enn frekar til framtíðar. Mikill metnaður er lagður í að gera Valhöll að eftirsóknarverðum vinnustað og að ráðgjöf og vinna í þágu viðskiptavina verði í sérflokki á fasteignamarkaði.

Hjá Valhöll starfa hæfir og reynslumiklir fasteignasalar sem hafa það að leiðarljósi að gera fasteignaviðskipti viðskiptavina örugg og ánægjuleg. Meðal viðskiptavina Valhallar eru einstaklingar, byggingarverktakar, leigufélög, opinberar stofnanir og sveitarfélög. Valhöll starfrækir einnig leigumiðlun á íbúðar og atvinnuhúsnæði.

Auk höfuðstöðvanna í Síðumúlanum starfrækir Valhöll einnig útibú á Snæfellsnesi (Ólafsvík) að Skálholti 13 og veitir Ingólfur Gissurarson löggiltur fasteignasali því forstöðu. Honum til aðstoðar er Pétur Steinar Jóhannsson. Þá starfrækir Valhöll einnig útibú á Höfn í Hornafirði að Krosseyjarvegi 17 og veitir Snorri Snorrason löggiltur fasteignasali því forstöðu.

 

Helstu upplýsingar um Valhöll fasteignasölu:

Valhöll Fasteignasala ehf.

Síðumúla 27. 108 Reykjavík

kt. 670269-6559

Vsk nr. 09709

www.valholl.is

www.facebook.com/valhollfast.is

Ábyrgðaraðilar: Óskar H. Bjarnasen og Snorri Björn Sturluson.

Starfsábyrgðartrygging: VÍS

 

Starfsmenn

Óskar H. Bjarnasen
Eigandi - Löggiltur fasteignasali og lögmaður
SJÁ NÁNAR
Snorri Björn Sturluson
Eigandi - Löggiltur fasteignasali og lögmaður
SJÁ NÁNAR
Ingólfur Geir Gissurarson
Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari
SJÁ NÁNAR
Elín Alfreðsdóttir
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Heiðar Friðjónsson
Löggiltur fasteignasali. Iðnaðartæknifræðingur.
SJÁ NÁNAR
Elín Viðarsdóttir
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Hrafnhildur Björk Baldursdóttir
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Hildur Harðardóttir
Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur
SJÁ NÁNAR
Sara Margrét Sigurðardóttir
Aðstoðarmaður fasteignasala - Löggildingarnámi lokið
SJÁ NÁNAR
Gylfi Þór Gylfason
Aðstoðarmaður fasteignasala
SJÁ NÁNAR
Snorri Snorrason
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Sturla Pétursson
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Pétur Steinar Jóhannsson
Aðstoðarmaður fasteignasala - Snæfellsnesi.
SJÁ NÁNAR
Google tag: ;