Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema um annað hafi verið samið.
Söluþóknun
Söluþóknun m.v. einkasölu: 1,5 - 2,5% af söluverði eignar auk 24% virðisaukaskatts. Þóknun er þó aldrei lægri en kr. 395.000 auk 24% virðisaukaskatts.
Söluþóknun m.v. almenna sölu: 1,75 – 2,5% af söluverði eignar auk 24% virðisaukaskatts. Þóknun er þó aldrei lægri en kr. 395.000 auk 24% virðisaukaskatts.
Söluþóknun sumarhúsa: 2,5% af söluverði eignar auk 24% virðisaukaskatts. Þóknun er þó aldrei lægri en kr. 395.000 auk 24% virðisaukaskatts.
Sala félaga og atvinnufyrirtækja: 5% af heildarvirði, þ.m.t. birgðir auk gagnaöflunargjalds. Lágmarksþóknun er kr. 500.000 auk 24% virðisaukaskatts.
Sala bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna: 3% af söluverði bifreiðar auk 24% virðisaukaskatts en þóknun er þó aldrei lægri en kr. 100.000 auk 24% virðisaukaskatts.
Þóknun fyrir að annast milligöngu um og gerð leigusamnings: Þóknun vegna leigusamninga sem gilda í 5 ár eða skemur nemur mánaðarleigu auk 24% virðisaukaskatts. Þóknun vegna leigusamninga sem gilda lengur en 5 ár er sem nemur leigu tveggja mánaða leigufjárhæðar auk 24% virðisaukaskatts.
Skjalafrágangur
Skjalafrágangur er kr. 250.000 auk 24% virðisaukaskatts. Að auki greiðir kaupandi umsýslugjald kaupanda. Með skjalafrágangi er átt við að fasteignasalan annist allan frágang kaupsamnings, afsals og annarra skjala sem þörf er á enda liggi fyrir samkomulag milli kaupanda og seljanda um verð, greiðslukjör og afhendingu fasteignir.
Gagnaöflunargjald og umsýslugjald
Gagnaöflunargjald seljanda: kr. 74.900.- með virðisaukaskatti.
Umsýslugjald kaupanda: kr. 74.900.- með virðisaukaskatti.
Verðmat fasteigna
Söluverðmat er án endurgjalds.
Skriflegt verðmat fyrir fjármálastofnanir eða aðra: kr. 39.900 með virðisaukaskatti.
Skriflegt bankaverðmat atvinnueigna: Umsemjanlegt en þó eigi lægra en kr. 100.000 auk 24% virðisaukaskatts.
Ljósmyndun
Gjald fyrir ljósmyndun er kr. 20.770 með virðisaukaskatti fyrir inni og útimyndir af eignum á höfuðborgarsvæðinu.
Gjald fyrir loftmyndatöku er kr. 14.300 með virðisaukaskatti, kr. 3000 bætast við ef eignin er á flugvallarstæði.
Gjald fyrir 3D myndatöku er kr. 29.800 með virðisaukaskatti fyrir eignir upp að 200 fm.
Gjald fyrir 2D grunnmynd er kr. 9000 með virðisaukaskatti fyrir eignir upp að 250 fm.
Gjald fyrir 3D grunnmynd er kr. 13.900 með virðisaukaskatti fyrir eignir upp að 250 fm.
Auglýsingar
Kostnaður vegna auglýsinga á netmiðlum og samfélagsmiðlum er innifalinn í umsaminni söluþóknun.
Blaða auglýsingar eru samkvæmt gjaldskrá viðkomandi blaðs + kostnaðar við uppsetningu auglýsingar.