Gylfi hefur mikla reynslu af hinum ýmsu sölustörfum og starfaði meðal annars sem sölufulltrúi á fasteignasölum á árunum 2005 – 2014 . Frá 2014 til 2020 starfækti Gylfi bílaleigu og bílasölu. Árið 2020 hóf Gylfi störf sem sölufulltrúi hjá NovusHabitat fasteignasölu á Spáni. Gylfi hefur einnig haft umsjón með útleigu fasteigna um nokkurra ára skeið. Gylfi hefur verið í ýmsum félagsstörfum og var m.a. formaður knattspurnudeildar Njarðvíkur um tíma. Gylfi hefur lokið markaðsnámi NTV. Þá er hann menntaður símsmiður og löggiltur bifreiðasali og er sem stendur í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala.