Hrafnhildur hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 2011 og hefur góða reynslu af öllu sem tengist fasteignasölu. Hrafnhildur útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og lauk löggildingarnámi til fasteigna- og skipasala árið 2017. Hún hefur verið afar virk í félagsstörfum í gegnum tíðina. Hrafnhildur ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi en býr nú í Árbæ. Hún á þrjú uppkomin börn.