SÝND Í EINKASKOÐUNUM LAUGARDAGINN 26.04.2025 Frábærlega staðsett 96,5 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð (efsta) í fjölbýli við Hólmgarð 50 í Reykjavík. Íbúðin er endaíbúð með fallegu útsýni og gluggum til austurs, suðurs og vesturs. Suðursvalir út frá stofu og einnig hægt að hafa aðgengi út á þær frá hjónaherbergi. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni árið 1978.
Íbúðin er skráð 96,5 fm en auk þess fylgir ca 6 fm sér geymsla sem virðist ekki vera skráð í fm tölu íbúðar.
Sameign er vegleg með saunaklefa og sturtu, sameiginlegu þvottahúsi og leikherbergi fyrir börn. Frá sameign er gengið út í suðurgarð sem er fallegur og í rækt. Þá er einnig hjólageymsla og sér geymsla íbúðar á jarðhæð/kjallara. Umhirða lóðar er innifalin í hússjóði sem og þrif á sameign og hiti íbúðar. Rafmagnshleðsla fyrir 6 bíla er á bílaplani við húsið.
BÓKIÐ EINKASKOÐUN: Elín Alfreðsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8993090 eða [email protected]Nánari lýsing:
Anddyri með flísum á gólfi.
Hol er rúmgott og tengir stofu/borðstofu og svefnherbergisgang. Innaf holi er eldhúsið en því er stúkað af með opnu viðar skilrúmi.
Eldhús með nýlegri hvítri höldulausri innréttingu, mikið skápapláss, ofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél og pláss fyrir ísskáp, borðkrókur, flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa er rúmgóð í opnu björtu rými með gluggum á tvo vegu, útgengt úr stofu út á suðursvalir.
Hjónaherbergi er rúmgott og útgengt út á svalir þaðan ef vilji er fyrir því, en búið er að loka fyrir hurðina með léttum vegg.
Barnaherbergi l er rúmgott.
Barnaherbergi ll er nokkuð rúmgott.
Baðherbergi er nýlega uppgert, flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu, nýleg innrétting með speglaskáp fyrir ofan vask. Upphengt salerni og handklæðaofn.
Sérgeymsla íbúðar ásamt sameiginlegri vagna/hjólageymslu og þvottahúsi er í kjallara
Í snyrtilgegri og óvenju skemmtilegri sameign í kjallara er gufubað, sturta og salernisaðstaða og rúmgott leikherbergi fyrir börn.
Fallegur garður í góðri rækt er við húsið.
Húsið hefur fengið gott og reglulegt viðhald skv. seljanda.
Sérlega snyrtileg og falleg íbúð í rótgrónu hverfi. Leik- og grunnskólar í næsta nágrenni og stutt í útivistarsvæði, hverfisskólarnir eru Breiðagerðisskóli og Réttarholtsskóli. Í gegnum hverfið liggja göngustígar niður í Fossvoginn og brýr tengja hverfið bæði við Skeifuna og Kringluna og er því mjög auðvelt að nálgast verslun og þjónustu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Elín Alfreðsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8993090 eða [email protected]