Opið hús: 06. apríl 2025 kl. 14:30 til 15:00.Opið hús: Sólmundarhöfði 7, 300 Akranes, Íbúð merkt: 01 08 03. Eignin verður sýnd sunnudaginn 6. apríl 2025 milli kl. 14:30 og kl. 15:00.
NÝTT Í SÖLU - SÓLMUNDARHÖFÐI 7 - íbúð 803, 4ra herbergja íbúð (188,8 m²) á efstu hæð í lyftuhúsi (50 ára og eldri), við Langasand á Akranesi. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni til allra átta, tvennar svalir til suðurs og vesturs, tvö stæði í lokaðri bílageymslu, íbúð í góðu fjölbýlishúsi á besta stað á Akranesi.
ATH opið hús verður á eigninni sunnudaginn 6. apríl frá kl. 14.30 til 15.00Tvennar lyftur eru í húsinu og er gler í þeim með útsýni til vesturs, allir stigapallar eru mjög rúmgóðir og bjartir. Íbúð: Komið er inn í flísalagt anddyri með skápum. Á ganginum er geymsla og þvottahús. Stofurnar eru mjög rúmgóðar og bjartar með fallegu grátóna harðparketi á gólfi. Ótrúlegt útsýni er úr stofunum, þar er útgengi út á 12 fm suður svalir. Eldhús og borðstofa eru í einu rými, eldhúsið með fallegri hvítri innréttingu og eyja með helluborði. Á gólfi eru vínilflísar og eru báðir útveggirnir nánast bara gluggar, þar er einstakt útsýni til suðurs og vestur. Innaf eldhúsinu er búr. Úr borðstofu er útgengi út á rúmlega 40 fm svalir, þar er heitur pottur og stórbrotið útsýni til suðurs og vestur yfir Akranes.
Svefnherbergisgangur með harðparketi á gólfi þar eru þrjú rúmgóð herbergi og baðherbergi. Herbergin tvö eru með harðparketi á gólfum og annað með skáp. Baðherbergið er með flísum á veggjum og gólfi, innréttingu og sturtu. Hjónaherbergið er rúmgott með góðum skápum, harðparketi á gólfi og baðherbergi innaf, það er með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu og baðkari. Hurðir og skápar eru með eikarspón og eldhúsið er hvítt.
Um er að ræða einstaka íbúð í vel við höldnu húsi með útsýni sem er óborganlegt.Í kjallara eru tvö sér stæði í bílageymslu og öll sameign til sérstakrar fyrirmyndar.Sameign: Forstofa (flísar, dyrasími). Stigahús (teppi). Hjólageymsla á jarðhæð (málað gólf).
Annað: Flutt var inn í húsið 2015. Húsið er klætt með álklæðningu. Í húsinu eru 31 íbúð og við húsið eru 27 úti bílastæði og þar af 2 stæði með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Húsið er 8 hæðir með 2 lyftum (útsýni í vestur.) Staðsett í næsta nágreinni við Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Um er að ræða eina af betri fjölbýlisíbúðum á Akranesi
Allar frekari uppl. um eignina veitir Heiðar Friðjónsson lögg. fasteignasali í s. 693-3356 og [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.