Valhöll fasteignasala sími
588-4477 kynnir: Ólafsbraut 50
UM ER AÐ RÆÐA 111,5 fm efri hæð, 45,5 fm neðri hæð auk 49,1 fm bílskúrs samkv fasteignamati en hann mælist stærri. Þetta er vel viðhaldið hús á tveimur hæðum við Ólafsbraut 50 í Ólafsvík. Hæðin skiptist í forstofu, rúmgott hol, þrjú herbergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Á forstofu eru flísar sem og á baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu klósetti, sturtu ásamt handklæðaofni. Á herbergjunum er parket og einnig stofunni. Á holinu og eldhúsinu eru flísar og eldhúsinnréttingin er nýleg. Undir þaki hússins er rúmgott geymsluloft ca 2 m þar sem það er hæðst.
Á neðri hæðinni er 45,5 fm íbúð, tvö herbergi eldhús og þvottahús. Við húsið er góður bílskúr og að honum er mjög gott aðgengi með steyptu plani fyrir 2 bíla.
Við suðurhlið hússins er 60 fm nýlegur og flottur sólpallur með útgengi úr svefnherbergi. Gluggarnir eru nýlegir í húsinu og einnig er nýleg rafmagnstafla. Þá eru frárennslislagnir nýlegar. Húsið er nýlega tekið í gegn að innan bæði málað og hurðir eru nýlegar og þakið í góðu lagi. Lýsing er samkv seljanda. Þá er búið að gera húsið mjög snyrtilegt og það er klætt með stení. VERÐ kr 54,9 millj
Í SNÆFELLSBÆ ERU GÓÐIR LEIK OG GRUNNSKÓLAR OG EINNIG ER ÖFLUGT íÞRÓTTALÍF Í BÆJARFÉLAGINU. þÁ ER 20 MÍN AKSTUR Í FJÖLBRAUTARSKÓLA SNÆFELLSNESS Í GRUNDARFIRÐI
Sýningu eignar annast Pétur Jóhannsson aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík. S: 893-4718 [email protected]
En faglegar upplýsingar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarson löggiltur Fasteignasali á Valhöll fasteignasölu.VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015-2022, EN AÐEINS 2% FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.
Eignaskiptalýsing er væntanleg.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak