Kríuhólar 2, 111 Reykjavík (Efra Breiðholt)
66.700.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
142 m2
66.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1974
Brunabótamat
64.170.000
Fasteignamat
69.400.000

4ra herbergja íbúð (3 svefnherbergi)  - Bílskúr 

Valhöll fasteignasala kynnir góða fjögurra herbergja íbúð 3. hæð ásamt bílskúr í fjölbýlishúsi með lyftu við Kríuhóla 2 í efra Breiðholti. 

Eignin er skráð 142 fm að stærð, íbúðin er 116,1 fm og bílskúrinn 25,9 fm.

Búið er að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á bílastæði Reykjavíkurborgar sem er beint á móti húsinu að framanverðu.
Á þaki hússins eru sameiginlegar sólsvalir með miklu útsýni.

Mjög stutt er í verslanir og þjónustu og stutt í bæði leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Barnvænt hverfi og gott leiksvæði í stórum bakgarði.


Nánari lýsing:
Forstofa: með fataskápi og teppi á gólfi.
Svefnherbergi I: með fataskápi og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: með fataskápi og parketi á gólfi.
Svefnherbergi III: með fataskápi og parketi á gólfi.
Eldhús: með hvítri innréttingu beggja vegna gangs, efri og neðri skápar, borðkrókur og parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: rúmgott rými með parketi á gólfi og útgengi á yfirbyggðar vestur svalir. 
Baðherbergi: með innréttingu, baðkari, tengi fyrir þvottavél og dúk á gólfi.
Hol: parket á gólfi.
Geymsla: sérgeymsla með hillum í sameign á jarðhæð.
Þvottahús: sameiginlegt á jarðhæð með vandaðri þvottavél og þurrkara.
Hjóla og vagnageymsla: sameiginleg á 1. hæð.
Bílskúr í sérstæðri bílskúrslengju: 25,9 fm bílskúr með rafmagni og heitu og köldu vatni í enda bílskúrslengjunnar.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;