GLÆSILEGT ENDARAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Á VINSÆLUM STAÐ.Valhöll fasteignala kynnir rúmgott og vel skipulagt endaraðhús sem hefur verið endurnýjað að miklu leyti að innan. Húsið er einstaklega vel staðsett í vinsælu og fjölskylduvænu hverfi og býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika.
Nýlega hefur verið endurnýjað eldhús, baðherbergi, flísar í forstofu, eldhúsi og baði, parket slípað, neysluvatnslagnir í eldhúsi og baði ásamt því að settur var hljóðdúkur í loft yfir eldhúsi og alrými, sem gefur eigninni nútímalegt og vandað yfirbragð. Þá var húsið málað að utan fyrir tveimur árum og þakið málað í fyrrasumar. Útisvæðið er sérstaklega vel hannað með tveimur stórum pöllum; annar suður og hinn í vestur með heitum potti.Eignin í stuttu máli:• Samkvæmt teikningu eru 3 svefnherbergi. Eigendur hafa einnig nýtt þvottahús / geymslu sem herbergi ásamt viðbyggingu á gafli hússins.
• Rúmgóð stofa og borðstofa með útgengi á baklóð.
• Glæsilegt nýuppgert eldhús með eyju, spanhelluborði og innbyggðum tækjum.
• Nýlega endurnýjað baðherbergi með "walk-in" sturtu og fallegri innréttingu.
• Bílskúr með innangengi, góðu millilofti og tengi fyrir þvottavél.
• Viðbygging (skráð sem áhaldaskúr á teikningu) sem hefur verið nýtt sem herbergi.
• Tveir pallar annar sem snýr í suður og annar í vestur með heitum potti. Pottinum er stjórnað með appi.
Nánari lýsing:Forstofa: Flísalögð með fataskáp og innangengt í bílskúrinn.
Baðherbergi: Nýuppgert, með vandaðri innréttingu, stórri "walk-in" sturtu, upphengdu salerni, fallegum spegli og flísum á gólfi og veggjum.
Hol / gangur: Rúmgott rými nýtt sem sjónvarpsrými, parket á gólfi.
Svefnherbergi I: Með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: Með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi.
Svefnherbergi IV: Með fataskáp og parketi á gólfi. Þetta herbergi er skráð sem þvottaherbergi/geymsla á teikningu.
Stofa / borðstofa: Björt og opin með útgengi á baklóð hússins, parket á gólfi.
Eldhús: Nýlega endurnýjað, með vandaðri innréttingu, tveimur ofnum í vinnuhæð, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, eyju með spanhelluborði og góðu skápaplássi. Flísar á gólfi.
Bílskúr: Rúmgóður með innangengi frá forstofu, gott milliloft, stórir skápar, flísar á gólfi og tengi fyrir þvottavél.
Viðbygging: Um 11 fm rými á suðvesturhlið hússins, skráð sem áhaldaskúr á teikningu, en hefur verið nýtt sem herbergi.(Fundi Kópavogsbæjar 17.jan 2025 var samþykkt að hægt sé að sækja um bæta þessu við inn í fermetra hússins.)
Þetta er glæsileg eign sem hefur fengið vandaða uppfærslu og er staðsett á eftirsóttum stað. Möguleiki á sveigjanlegri nýtingu rýma gerir hana að frábærum kosti fyrir fjölskyldufólk sem leitar að nútímalegu og vel skipulögðu heimili.
Nánari upplýsingar veitir:Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða
[email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.