SUMARHÚS Í STAFAFELLSFJÖLLUM Í LÓNI HORNAFIRÐI. Valhöll fasteignasala Síðumúla 27, Sími: 588-4477 og Snorri Snorrason. Lg.fs. Sími: 895-2115 eða [email protected], kynna til sölu Stafafellsfjöll 39A í Lóni í Hornafirði sem er er sumarhús byggt 2010 úr timbri og skráð í FMR 58,1 m² ásamt góðri verönd
Stafafellsfjöll í Lóni er paradís í 20 min aksturfjarlægð frá Höfn, þar er stórbrotið landslag, mikil litadýrð í fjöllum og mikið af frábærum gönguleiðum, t.d inn í Kollumúla yfir göngubrú á Jökulsá.Húsið stendur í góðu skjóli upp með ágætu útsýni. Á lóðinni er borhola fyrir neysluvatn og rotþró. Geymsla óeinangruð með sér inngangi er sambyggð húsinu
Húsið skiptist í gott miðrými með eldhúsinnréttingu, baðherbergi m/tengi fyrir þvottavél og 2 svefnherbergi. Gólfefni parket á öllum gólfum. Eldhúsinnréttingin er með viðarfrontum. Stor sturtuklefi og hvít hreinlætistæki eru á baði Innrétting, fyrir þvottavél og skápar. Svefnloft er yfir hluta af miðrými og geymsluloft er yfir báðum herbergjum.
Í geymslunni er hitakútur fyrir neysluvatn og rafmagnstafla. 2x220v rafmagnsheimtaug er í húsinu, svo og móttakari og rauder fyrir internet.
Samkomulag verður um hvað mikið af innbúi fylgir með í kaupunum.
Húsið er timburhús með veröndum allan hringin og nær þakið yfir vel útfyrir húsið og yfir hluta af veröndunum.
Lóðin er afgirt 3694 fm, leigulóð lóðarleiga er 41.326 kr. á ári vísitölubundin miðað við mars 2009. Lóðarleigusamningur rennur út 2025. Seljandi mun láta gera nýjan lóðarleigusamning fyrir kaupsamning.
Nánar um skipulag í StafafellsfjöllumÁ skipulagssvæðinu eru skilgreindar alls 78 lóðir undir frístundarhús. Á hverri lóð er heimlit að byggja allt að 3 hús, sem fer þó eftir stærð lóða. Frístundarhús/aðalhús má vera allt að 120fm og ekki minni en 30fm. Aukahús/gestahús getur verið allt að 30fm. þó ekki stærra en helmingur af stærð aðalhúss.
Geymsla getur verið allt að 25fm. Á lóðum sem eru 6000fm og stærri er leyfilegt byggingarmagn allt að 180fm en á minni lóðum takmarkast það við nýtingarhlutfallið 0,03
Vatnsöflun á svæðinu er á ábyrgð hvers lóðareiganda. Allt sorp verður að setja í gám sem er staðsettur við Jökulsárbrú.
Sjá nánari upplýsingar um deiliskipula fyrir Stafafellsfjöll frá 10.12. 2014 nr 12296 á undir neðangreindum slóðum:
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=04635507136694766017
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=04635507137078681216Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.