Valhöll fasteignasala kynnir glæsilega, vandaða og fallega nýja eign á jarðhæð við Hrafnaborg 5 í Vogum.
Íbúðin er 3ja herbergja, 80,2 fm skv fasteignaskrá og er með sérinngangi. Verönd er til suðurs frá stofu og hjónaherbergi.
Íbúðin er afhent fullbúin með gólfefnum og er laus til afhendingar.
Lýsing:
Stofa og borðstofa með útgengi út á verönd til suðurs, opið eldhús, tvö rúmgóð svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með sturtu, þvottahús og geymsla.
Nánari upplýsingar veitir Hörður Sverrisson, lgf s 899-5209 , [email protected]Sjá má heimasíðu verkefnisins hér:
GrænaborgSkilaýsing og efnisval íbúða:
Baðherbergi- Á gólfum og veggjum eru flísar 1m x 2.7m í marmara lit.
- Loftræstikerfi er á baðherbergi með sér lögnum
- Baðherbergi er með 80 cm dökk grárri innréttingu með hvítum postulínsvaski. Áferðin er með smá glans sem auðveldar þrif.
- Baðherbergið er með 2 skápum þá einn með spegil fyrir ofan og einn langur.
- Í sturtu er hitastýritæki með höfuð og handsturtu.
- Í sturtu er vandað sturtugler með Easy clean áferð til að auðvelda þrif.
- Innbyggður salerniskassi með fallegu sturtuspjaldi, upphengd salerniskál með hæglokandi setu með extra glace húð.
Eldhús- Eldhúsinnréttingar eru hvítar og eru sérsmíðaðar með glans áferð.
- Höldur eru ekki sýnilegar
- U laga eldhús með eldhúshellu þar sem hægt er að hafa 2-3 stóla við.
- Borðplata er úr Corian & er eldhusvaskur hannaður ofan í plötuna í sama efni. Liturinn er dökkur marmaraáferð.
Eldhústæki eru frá Ormsson og eru eftirfarandi: - Eldavél – AEG Spanhelluborð m/Viftu. Hægt er að tengja saman tvö eldunarsvæði. Barnalæsing, sjálfvirköryggisslökkvun, tímastillir, hægt er að láta helluborðið og viftuna vinna saman o.s.frv.
- Bakaraofn – AEG Veggofn blástursofn blástursofn m/kjöthitamæli svartur
- Örbylgjuofn - AEG 26 lítra – 900 wött -stál
- Ísskápur Innbyggður- AEG 177,9x54x54,9 með frysti fylgir íbúðum.
- AEG Uppþvottavél fylgir íbúðum - 4 kerfi 3 hitast. – til innbyggingar.
Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni og er áformað að reisa bæði nýjan leik – og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins.
Um er að ræða frábærlega staðsett hverfi sem mun byggjast á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Hverfið er tengt núverandi byggð og því er stutt í alla helstu þjónustu.
Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á landinu um 800 á 10 ára tímabili. Um er að ræða blandaða byggð, með aðaláherslu á lítil sérbýli.
Uppbygging svæðisins er til 10 ára samkvæmt samkomulagi Grænubyggðar ehf. við Sveitarfélagið Voga. Með því að dreifa byggingartíma yfir 10 ár, er tryggt að uppbygging og stækkun gerist í hægum og öruggum skrefum og að nauðsynleg uppbygging innviða geti átt sér stað samhliða.