Fallegt, reisulegt og mikið endurnýjað 197,1 m² einbýlishús að Fiskhóll 11 Höfn Hornafirði, frábært útsýni. Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími:588-4477 og Snorri Snorrason lgf, sími:895-2115, kynna: Gott 197,1 m² einbýlishús sem skiptist í 2 hæðir og ris ásamt útigeymslu og gróðurhúsi. Húsið er einangrað og klætt að utan með alusink og endurnýjað þakjárn. Eldhús og baðherbergi hafa verið endurnýjuð. Hellulagt bílastæði, stór lóð með trjágróðri.
Nánari lýsing1. HÆÐ: FORSTOFA, steinateppi á gólfi, gólfhiti og fatahengi. HOL/GANGUR, parket á gólfi. BORÐSTOFA, parket á gólfi. ELDHÚS, mjög rúmgott, parket á gólfi, ljos innrétting og spansuðuhelluborð endurnýjað 2018, ofn, borðplata, vaskur, borðplötur og flísar endurnýjað 2023. STOFA: parket á gólfi. BAÐ, endurnýjað 2018, flísar á gólfi og veggjum, gólfhiti, hvít hreinlætistæki, vegghengt wc, baðkar m/sturtu og innrétting. ÞVOTTHÚS, málað gólf aðhluta, hillur, útgangur út á góða verönd við bakgarð.
2. HÆÐ: Steyptur stigi á milli hæða með steinateppi á þrepum. Parket á gangi. 4 SVEFNHERBERGI, parket á gólfum. Eitt herbergið er nú notað sem fataherbergi sem er innangengt úr hjónaherbergi. Auðvelt að breyta og opna út á gang.
BAÐHERBERGI, endurnýjað 2018, flísar á gólfi og veggjum, gólfhiti, vegghengt wc, walkin sturta og góð innrétting.
SVALIR, gengið út af gangi á 2. hæð, frábært útsýni, tvöföld hurð.
RISHÆÐ: Steyptur stigi á milli hæða með steinateppi á þrepum. 2 HERBERGI, parket á gólfum, mikið undir súð og því stór gólfflötur. Stórir þakgluggar (móða í gleri).
Góður geymsluskúr og lítil kofi er á baklóðinni auk þess er nýtt gróðurhús aftarlega á baklóðinni.
Lóðin er ræktuð og nýlega verið bætt við plöntum.
Að utan er húsið í góðu ástandi, hluti glugga hefur verið endurnýjaður en hluti er eldri og þarfnast skoðunar.
Þakjárn var málað 2018.
Vatn og frárennslislagnir í húsinu voru endurnýjaðar 2018.
Húsið var klætt með alusink klæðningu 2018.