Bæjartún 7, 355 Snæfellsbær
41.800.000 Kr.
Fjölbýli
7 herb.
184 m2
41.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1961
Brunabótamat
76.620.000
Fasteignamat
34.350.000

Valhöll fasteignasala Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 5884477 kynnir: Tveggja hæða íbúðarhús á besta stað í Ólafsvík 155,1 fm auk bílskúrs sem er 28,9 fm alls 184 fm. Íbúðin er á tveimur hæðum og neðri hæðin er 90,2 fm en sú efri 64,9 fm. Gengið er upp tröppur í íbúðina og komið inn á forstofu þar sem er bæði wc og geymsla. Úr forstofu er gengið inn á rúmgott hol og þaðan í eldhús sem er með ágætri innréttingu og tækjum. Á eldhúsi og holi eru flísar. Úr holi er einnig gengið inn í rúmgóða stofu og sjónvarpsherbergi er til vinstri og einnig er hægt að ganga í það úr forstofu.
Úr holi er gengið upp stiga á efri hæðina. Þar uppi eru fjögur herbergi og einnig baðherbergi með flísum á gólfi og þá er rúmgott hol. Búið er að útbúa þvottahús á baðherberginu. Hol og herbergi eru með parketi á gólfi og góðum skápum. Úr einu herberginu á efri hæð er gengið út á svalir og þar blasir við fótboltavöllurinn í Ólafsvík. Einnig er gengið út á svalir úr stofu á neðri hæðinni. Auðvelt er að gera sjötta herbergið inn af stofunni. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús með neðri hæðinni og þar eru einnig geymslur sem tilheyra efri hæðini. Húsið er klætt með steny á suður og hluta vesturhliðar og bílaplan er ómalbikað. Stofan var parketlögð á þessu ári og hluti rafmagns verulega endurnýjað í húsinu samkvæmt seljanda. Þá eru ofnalagnir nýlegar í stofu og einnig ofnar.  Tími fer að koma á nokkra glugga í húsinu. Húsið var allt tekið í gegn að utan og sprungur lagfærðar 2023 samkv lýsingu seljanda. Bæjartún 7 er á góðum stað í Ólafsvík, rétt við grunnskólan, sundlaugina, íþróttahúsið, fótboltavöllinn, bókasafnið, kirkjuna og verslunina. Íbúðin er laus við kaupsamning.  Ásett verð kr 41,8 millj.

ATH ATH: í SNÆFELLSBÆ ERU MJÖG GÓÐIR LEIK OG GRUNNSKÓLAR SEM OG ÖFLUGT íÞRÓTTALÍF. ÞÁ ER 20 MÍN AKSTUR Í FJÖLBRAUTARSKÓLA SNÆFELLSNESS Í GRUNDARFIRÐI

Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast  Pétur Steinar Jóhannsson  Aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík í síma 893-4718  [email protected]    Allar almennar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll sími 588-4477. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;