Arnarhöfði 14, 270 Mosfellsbær
112.500.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
4 herb.
181 m2
112.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2001
Brunabótamat
82.050.000
Fasteignamat
115.850.000

Valhöll fasteignasala og Hrafnhildur Björk Baldursdóttir, löggiltur fasteignasali, sími 862-1110 kynna:

Fjölskylduvænt og vel staðsett raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Tvennar svalir. Stór sólpallur. Húsið staðsett innst í friðsælum botnlanga og er annað hús frá vinstri í fjögurra húsa röð.
Stutt göngufæri í grunnskóla, sundlaug og almenningssamgöngur.


Gengið er inn í flísalagða, lokaða forstofu sem er með góðum fataskápum. Eldhúsið er á hægri hönd og tekur borðstofan við af því og svo stofa. Stofan er afar björt og úr henni er gengið út í garð. Gestasnyrting á hæðinni.  Á efri hæð er komið inn í bjart hol þaðan sem gengið er inn í aðrar vistarverur hæðarinnar. Þrjú svefnherbergi, öll parketlögð og hjónaherbergið með fataskápum. Þvottahúsið er flísalagt og þar er stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, Þar er baðkar, sér sturtuklefi og góð innrétting. Gott geymsluloft yfir hluta efri hæðar.

Stór og góður garður með góðum sólpalli.

Bílskúrinn er sambyggður húsinu. Gengið inn í hann við hliðina á aðalinngangi hússins.

Allar nánari upplýsingar veitir: Hrafnhildur Björk Baldursdóttir, löggiltur fasteignasali, gsm: 862-1110.

VALHÖLL FASTEIGNASALA  SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR.   VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015 til 2021, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits:   
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;