Mýrargata 33, 101 Reykjavík (Miðbær)
59.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
46 m2
59.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2023
Brunabótamat
30.700.000
Fasteignamat
52.250.000

Sérlega opin og björt horníbúð með gólfsíðum gluggum á 2 vegu. Þetta er sérlega glæsileg útsýnis íbúð á 5. hæð við Mýrargötu 33, í 101 Reykjavík. Skipulagið á þessari íbúð er alveg einstaklega gott og nýtingin frábær.
Gólfhiti - Gólfsíðir gluggar - Fullbúin eign, með vönduðum gólfefnum - Quartz borðplötur - Axis innréttingar - Siemens eldhústæki - Svalir að inngarði með glerskjólvegg.
BÓKIÐ EINKASKOÐUN: SÝNI EFTIR SAMKOMULAGI, Elín Alfreðsdóttir lgf í síma 8993090 eða [email protected] 

Íbúð 515 er tveggja herbergja (Studio+ íbúð, þar sem það er ekki hurð á svefnherbergi) útsýnisíbúð á fimmtu hæð með aukinni lofthæð. TILBÚIN TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNNG:
Birt stærð eignarinnar eru alls 46,3 m2 og þar af er sér geymsla í sameign 5,2 merkt (0046) og er því birt flatarmál íbúðar 41,1 m2. Að auki eru svalir eru 5,3 fm út frá eldhúsi/borðstofu en þær eru skjólgóðar þar sem þær snúa að húsinu við hliðina og inngarði, glerskjólveggur er götu/sjávar megin.
Sérlega vönduð bygging og sameign er snyrtileg.
íbúðin er í viðhaldsléttu og vönduðu húsi sem hannað er af Arkþing/Nordic og innanhússhönnun af Sæju. Innréttingar og skápar eru íslensk smíði frá AXIS. Borðplata í eldhúsi er ljós Quartz-steinn frá Granítsmiðjunni og er vaskur í eldhúsi undirlímdur. Eldhústæki eru vönduð af gerðinni Siemens frá Smith&Norland. Innbyggður ísskápur, spanhelluborð er niðurfellt í steinplötuna og Combi-bakaraofn. Innbyggð uppþvottavél er 45 cm. Gólfhitakerfi er með Danfoss stýribúnaði. Mynddyrasími er í íbúðinni. 
**Eignin er sérlega sjarmerandi**
Möguleiki er á að leigja bílastæði bílageymslu hússins. Íbúðinni fylgir geymsla í kjallara auk afnotaréttar af rúmgóðri hjóla- og vagnageymslu. 
BÓKIÐ EINKASKOÐUN: Elín Alfreðsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8993090 eða [email protected]
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;