Stigahlíð 2, 105 Reykjavík (Austurbær)
88.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
6 herb.
113 m2
88.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1956
Brunabótamat
49.200.000
Fasteignamat
73.150.000

**Eignin er mikið endurnýjuð að innan sem utan**Sérlega smekkleg, mikið uppgerð, vel skipulögð og afar björt 5 herbergja endaíbúð á 3. hæð við Stigahlíð 2. Skjólríkar vestursvalir og fallegt útsýni. Gluggar eru á þremur hliðum íbúðar. Búið að endursteina húsið að utan, endurnýja glugga og þakplötur.
 Eignin skiptist í forstofu með geymslurými, stórt alrými sem í er eldhús, borðstofa og stofa. Baðherbergi með glugga, 4 svefnherbergi og geymsla í kjallara. Birt stærð hjá HMS er 113,1 m2 en þar af er geymsla 6,9 m2
 
BÓKIÐ EINKASKOÐUN: Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931- [email protected]

Nánari lýsing:
Forstofa er inn af sameiginlegum stigagangi og í tengslum við hana er rými, sem hægt er að nýta sem búr, fatahirslu eða geymslu.
Forstofan og gangur inn af henni tengja saman öll rými íbúðar, gólf eru flotuð og lökkuð í holi og á baði.  Á ganginum eru góðir fataskápar, sem ná upp í loft.
Stofa, borðstofa og eldhús tengjast í alrými, sem snýr til vesturs. Skjólgóðar og sólríkar svalir eru í beinum tengslum við eldhúshluta alrýmis. Eldhúsinnrétting var endurnýjuð árið 2023, IKEA grunnskápar og sérlega fallegir eikar frontar frá Haf studio.  Borðplata úr kvarts steini frá Granítsmíðjunni, vaskur er undirlímdur og spanhelluborð í fleti. Efri skápar ná upp í loft og yfir helluborði er gufugleypir sem tengdur er út. Á gólfi eru niðurlímt massíft eikarparket.
Baðherbergi með baðkari og upphengdu salerni var endurnýjað árið 2016. Flotað og lakkað gólf og hvítar flísar á stórum hluta veggja. Skúffuinnrétting  með niðurfelldri handlaug í kvartssteins borðplötu frá Granítsmiðjunni. Vegghólf, aðstaða og tengi fyrir þvottavél á baði.
Herbergi 1 er rúmgott hjónaherbergi. Hvítur fataskápur sem nær upp í  loft á einum vegg. Stór gluggi til austurs.
Herbergi 2 er barnaherbergi með glugga til suðurs. 
Herbergi 3 er inn af herbergi 2 með glugga til vesturs.
Herbergi 4 er mjög rúmgott og með góðum skápum upp í loft. Stór gluggi til austurs.
Á öllum herbergjum er eikar viðarparket.
Geymsla er sér í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla eru í sameign í kjallara. 
Þvottahús og þurrkherbergi eru í sameign í kjallara. Iðnaðarvél í eigu húsfélags.
Húsið og íbúðin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin.
Niðurgrafnir veggfletir, frárennslis- og drenlagnir voru yfirfarnar og lagfærðir 2006.
Þakjárn, rennur og niðurföll voru endurnýjuð 2015.
Gólfefni endurnýjuð 2016.
Baðherbergi endurnýjað 2016.
Rafmagn endurnýjað 2016.
Skipt var um alla glugga og húsið endursteinað 2020.
Fataskápar endurnýjaðir 2023.
Eldhús endurnýjað 2023.
 Í húsinu er eitt húsfélag fyrir allt húsið og eru m.a. þrif í sameign, bæði inni og úti inni í húsfélagsgjaldinu. 
Garður er gróinn og vel við haldið.
Afar barnvænt hverfi með göngufæri í leik-, grunn- og framhaldsskóla, ýmsa þjónustu og verslanir í Suðurveri og Kringlunni. Stutt yfir á Klambratún, upp í Öskjuhlíð og yfir á íþróttasvæði Vals  við Hlíðarenda.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931- [email protected]
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;