Viðarás 61, 110 Reykjavík (Árbær)
129.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
5 herb.
172 m2
129.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1998
Brunabótamat
70.800.000
Fasteignamat
109.250.000

Elín Viðarsdóttir lgfs, [email protected], gsm. 695-8905 og Valhöll fasteignasala kynna í einkasölu Viðarás 61, 110 Reykjavík
***Leikskóli og grunnskóli í götunni***
Um er að ræða mjög snyrtilegt raðhús á einni hæð og bílskúr, innst í botnlanga, á vinsælum stað í Seláshverfinu.


- Eignin er skráð 172,5 fm á stærð sem skiptast þannig að íbúð er 144,3 fm og bílskúr 28,2 fm.
- Raðhús á einni hæð 
- Bílskúr 28,2 fm 
- 4 svefnherbergi
- 2019 Hiti settur í gólf;  hol,/eldhús/sjónvarpskrókur
- 2019 Sett nýtt parket á allar vistarverur
- Gestasalerni og baðherbergi
- 2 pallar: Suður verönd framan við húsið með heitum potti og pallur í bakgarði.
- Rafmagnshleðsla.


Húsið skiptist í: Forstofu, hol, gestasalerni, svefnherbergi I, sjónvarpskrók, stofur, eldhús, þvottahús, svefnherbergisgang, baðherbergi og svefnherbergi II - IV.  Bílskúr og geymslu.
Nánari lýsing;

Forstofu: Flísalagt með fataskápum á heilum vegg.
Gestasalerni: Af holi. Flísalagt, salerni og vaskinnrétting.
Svefnherbergi I: Parketlagt, af holi.
Hol: Parketlagt með uppteknu lofti. Opið við sjónvarpskrók/eldhús í opnu rými. Opnast inn í stofur, eldhús og svefnherbergisgang.
Eldhús/borðstofa: Parketlagt. Rúmgott eldhús með U-laga viðarbæsaðir innréttingu og stórum borðkrók. Bjart, með síðum gluggum borðstofu. Opið er úr eldhúsi í baklóð með útgengi á pall og garð.
Þvottahús: Er af eldhúsi. Innrétting fyrir vélar. Málað gólf.
Stofa: Gengið er niður 1 tröpppu í parketlagða stofu með uppteknu lofti. Stofan er rúmgóð og björt með stórum gluggum og arni. Útgengi er þaðan á suðurverönd með palli, potti og garði. 
Sjónvarpskrókur: Parketlagður. Í flútti við eldhús og skilinn frá stofu með lágreistum léttum vegg.
Svefnherbergisgangur:  Af holi, parketlagður.  Af honum eru; baðherbergið og 3 svefnherbergi. Öll herbergin snúa inn í garðinn.
Svefnherbergi II: Parketlagt mjög rúmgott með skápum á heilum vegg.
Svefnherbergi III: Parketlagt með lausum skáp.
Svefnherbergi IV: Parketlagt mjög rúmgott.
Baðherbergi: Flísalagt á gólfi og veggjum. Upptekin loft. Salerni, "walk in" sturta, vaskinnrétting og skápar. Opnanlegur loftgluggi er á baði.
Bílskúr: Skráður 28,2 fm. Heitt og kalt vatn. Með innkeyrsluhurð og hurð undir skyggni við útidyrahurð. Máluð gólf. Tengi fyrir bílahleðslu.
Geymsla er stúkuð af í bílskúrnum og að auki er þar niðurtekið geymsluloft.
Hitalögn er í innkeyrslu og bílaplani að framanverðu.

Lóðin: Er skráð 1497 fm. og er eignarlóð eigenda húsalengjunnar Viðarás 59-63 (stök nr.)
Úr stofu er útgengt á skjólsæla verönd framan við húsið og úr borðstofu er útgengt á pall á baklóð hússins.

Samantekt: Hér er um að ræða einstaklega rúmgott, vel viðhaldið og vel skipulagt raðhús á einni hæð innarlega í botnlanga á besta stað í Seláshverfinu.

Allar nánari upplýsingar veitir  Elín Viðarsdóttir lgfs, [email protected], gsm. 695-8905

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VALHÖLL fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati.
Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;