Fjárfestingatækifæri Tilboð óskast
Valhöll kynnir: Fjórar fjögurra herbergja íbúðir við Reynidal 4 .Allar íbúðirnar eru eins skipulagðar og er um að ræða tvær íbúðir á efri hæð og tvær á neðri hæð ( endaíbúðir ) Húsið er sex íbúða hús þar sem allar íbúðir eru með sérinngang. Einstaklega gott skipulag er í eignunum , þrjú rúmgóð svefnherbergi, forstofu, rúmgott baðherbergi, sér þvottaherbergi inn af baðherbergjum og alrými sem rúmar eldhús, borðstofu. Stapaskóli í næsta nágrenni þar sem starfræktur er leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli og félagsmiðstöð.Stutt í þjónustukjarna með krónuverslun, bónusverslun, apóteki og fleiri verslunum.
Aðeins 20 mín keyrsla í Hafnarfjörð.
Allar nánari upplýsingar veita Gylfi Gylfason aðstoðarmaður fasteignasala í síma 7704040 eða á netfanginu
[email protected] eða Snorri Björn Sturlusson löggildur fasteignasali og lögmaður í síma 6994407 eða á netfanginu
[email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.