Boðaþing 8, 203 Kópavogur
84.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
122 m2
84.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2008
Brunabótamat
62.640.000
Fasteignamat
81.100.000

Fasteignasalan Valhöll og Elín Viðarsdóttir lgfs, [email protected], gsm. 695-8905, kynna í einkasölu, Boðaþing 8, 203 Kópavogi;
Glæsilega og vandaða þriggja herbergja íbúð á 1. hæð fyrir 55 ára og eldri í viðhaldslitlu lyftuhúsi. Stæði í upphitaðri bílageymslu fylgir.


Vandaðar innréttingar með stein á borðum og vandað parket á gólfi íbúðar. Húsið var byggt á sínum tíma af Húsvirki og er vandað í alla staði, einangrað og klætt að utan.  Stutt í þjónustukjarna Hrafnistu og DAS.

- Íbúðin er alls 122,7 fm;  íbúðin er 115,5 fm og geymslan 7,2 fm skv. Þjóðskrá Íslands. 
- 1 hæð - Séreignarreitur.
- Lyftuhús með innangengri bílageymslu
- Sólstofa 
- Þvottahús innan íbúðar
- Íbúðin getur verið laus við kaupsamning. 
- Stæði í bílageymslu fylgir
- Viðhaldslítið nýlegt fjölbýli


Eignin skiptist í ; Forstofu, þvottahús, 2 svefnherbergi, hol, eldhús, baðherbergi, stofa/borðstofa/sjónvarpsrými, sólstofa og geymsla. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu.
Nánari Lýsing:

Forstofa: Flísalög með fataskápum.
Þvottahús: Af forstofu. Flísalagt með skolvaski og innréttingu fyrir vélar.
Herbergi 1: Af forstofu. Parketlagt með fataskáp. Rúmgott.
Hol: Óvenju rúmgott.  Parketlagt. Af því eru aðrar vistarverur eignarinnar.
Eldhús: Parketlagt. Eikarinnrétting á 2 veggjum og rúmgóður borðkrókur. AEG rafmagnstæki og granítsteinn á borðum. Öll tæki geta fylgt.
Stofa/ sjónvarpshol og borðstofa: Gott opið bjart alrými,sólstofa af stofu með hurð út á afmarkaðan séreignarreit. 
Sólstofa: Flísalögð með gólfsíðum gluggum. Opnast út á timburverönd sem er hluti af séreignarreit íbúðarinnar.
Herbergi 2:  Mjög rúmgott. Parketlagt með fataskápum á heilum vegg.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi á gólfi og veggjum. Hvít snyrtileg vaskinnrétting með góðu skápaplássi. Sturta með sturtugleri þar við. Upphengt klósett og handklæðaofn.        Geymsla: Í kjallara er rúmgóð 7,2 fm sérgeymsla ásamt sameiginlegri hjólageymslu.      
                                                        
Gólfefni og innréttingar: Gólefni íbúðarinar er eikarparket. Hurðir eru úr eik. Fataskápar í herbergjum eru úr eik og ná upp í loft. Eldhúsinnrétting er úr eik með granítborðplötu.
Allir sólbekkir eru úr granít.

Sameign: Snyrtileg sameign, hurðaropnanir á útihurðum og gott aðgengi fyrir hjólastóla. 
Bílageymsla: Sér merkt bílastæði í upphituðum bílakjallara með góðu aðgengi og þvottaaðstöðu.

Boðaþing 8 var byggt árið 2008 af Húsvirki byggingarfélagi og er einangrað að utan og klætt álklæðningu. Lítið viðhald er á húsinu.

Nánasta umhverfi: Eignin er staðsett á skemmtilega skipulögðu svæði sem myndar kjarna í kringum þjónustumiðstöð aldraðra á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS.

Allar nánari upplýsingar veitir Elín Viðarsdóttir lgfs, [email protected], gsm. 695-8905

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;