Víðibrekka 38, 805 Selfoss
135.000.000 Kr.
Sumarhús
5 herb.
150 m2
135.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2017
Brunabótamat
78.850.000
Fasteignamat
51.750.000

Valhöll kynnir: Glæsilegt 150 fm heilsárs sumarhús á einni hæð innst í Víðibrekku í landi Búrfells. Um er að ræða 8.230 fm eignarlóð sem er staðsett ofarlega í landinu og er þaðan stórbrotið útsýni til allra átta. Húsið er byggt árið 2017 og skartar nútímalegri hönnum með mikilli lofthæð í alrými og stórum gólfsíðum gluggum til austurs of suðurs. Gólfhiti er í húsinu en stept veröndin umhverfis bústaðinn er einnig upphituð. Heitur pottur.

Eignin er laus við kaupsamning. Upplýsingar veitir Óskar fasteignasali / lögmaður. í síma 691-1931 eða [email protected]

Nánari lýsing: 
Húsið er álkætt timburhús sem byggt er ofan á steypta sökkla og plötu með í steyptum gólfhitalögnum. Húsið skiptist í forstofu með góðum fataskápum, þvottahús/geymslu, svefnherbergisgang með fjórum rúmgóðum svefnherbergjum, baðherbergi, þaðan sem útgengt er út á verönd með heitum potti og rúmgott alrými sem samanstendur af glæsilegu eldhúsi með eyju, stofu og borðstofu. Alrýmið er með góðri lofthæð og er sérstaklega bjart með stóra glugga á alla vegu sem flestir eru gólfsíðir. Rafdrifnar gardínur. Á gólfum er fallegt parket að frátöldu baðherbergi sem er flísalagt. Allt efnisval og frágangur til fyrirmyndar. Stór hluti innbús getur fylgt með í kaupunum. Hitaveita er í húsinu. Gatan er aðgangsstýrð með hliði. Falleg steypt verönd umleikur húsið með stimpluðu mynstri.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen fasteignasali / lögmaður s. 691-1931 - [email protected]
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.