"Eignin er seld með fyrirvara. Hafið samband við Snorra Björn Sturluson fasteignasala í síma 699-4407 eða á netfangið [email protected] fyrir frekari upplýsingar"
Valhöll fasteignasala kynnir bjarta 2ja herbergja endaíbúð á 2. hæð við Grænásbraut 606B á Ásbrú í Reykjanesbæ. Íbúðin er skráð 39,3 fm. á stærð og geymslan 4,1 fm, samtals 43,4 fm.
Húsið er uppgert eldra timburhús á tveimur hæðum með 16 íbúðum. Hús og íbúðir var endurnýjað að miklu leyti árið 2018. Allar raflagnir í húsinu hafa verið endurnýjaðar. Allar pípulagnir í húsinu hafa verið endurnýjaðar. Viðhaldslétt klæðning.
Nánari lýsing:Gengið er inní alrými af snyrtilegum teppalögðum stigagang.
Opið alrými með eldhúsi og stofu með parketi á gólfi og útgengi á svalir. Tengi fyrir uppþvottavél í eldhúsi.
Baðherbergi er með sturtuklefa, innréttingu, upphengdu salerni, handklæðaofni, tengi fyrir þvottavél og flísum á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp og parketi á gólfi.
Geymslan er 4,1 fm og er í sérbyggingu á bakvið húsið.
Hússjóðurinn er 9.005 kr. á mánuði.
Húsaleigusamningur er á eigninni sem kaupandi getur yfirtekið. Rólegir og traustir leigjendur.
Nánari upplýsingar veitir:Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 og í tölvupósti á netfanginu
[email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á