Fasteignasalan Valhöll og Anna F. Gunnarsdóttir (sími: 892 8778,
[email protected]) kynna nýtt í einkasölu, Grýtubakki 10, 109 Reykjavík.
Falleg endurnýjuð, björt og vel skipulögð, þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með vestur garði.
Íbúðin skiptist í forstofu/gang, eldhús, stofu/borðstofu (herbergi), baðherbergi, 2 svefnherbergi. Geymsla er í sameign.
Nánari lýsing:Forstofa/gangur: Parket á gólfi og speglaskápur.
Baðherbergi/þvotthús: Allt endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting, sturta og handklæðaofn. Tengt er fyrir þvottavél og þurkara.
Eldhús: Allt endurnýjað. Falleg innrétting með góðu skápaplássi, flísar á milli inrréttinga . Parket á gólfi og flísar á hluta veggja.
Stofa/borðstofa (herbergi) : Parket á gólfi. Útgengt í vestur garð með steyptum palli.
Svefnherbergi: 2 rúmgóð svefnherbergi. Bæði parketlögð.
Geymsla: Sér 9,0fm geymsla fylgir íbúðinni,
Framkvæmdir skv. söluaðila- Íbúðin var öll endurnýjuð. Raflagnir í íbúð voru endurnýjaðar.
- Eldvarnarhurð inni í íbúðinni.
- Íbúðin er skráð skv. ÞÍ 89.4 fm , þar af er 9,0 fm geymsla
- 3 svefnherbergi - öll rúmgóð
- Eldhús endurnýjað
- Baðherbergi endurnýjað
- Gólfefni endurnýjuð
- Hurðar + karmar íbúðar endurnýjaðar
- Rafmagn íbúðar endurnýjað
Sameiginlegt þvottahús, þurrkherbergi og sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Eignin er á frábærum stað, stutt í alla þjónustu, skóla, heilsugæslu, leikskóla og fallegar göngluleiðir eru til staðar.
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Anna F. Gunnarsdóttir löggiltur Fasteignasali og útlitshönnuður S: 892-8778 [email protected] Vönduð vinnubrögð, mikil eftirfylgni. Vantar eignir í sölu. Geri frítt verðmat.VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015 til 2022, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.