Hafnarbúðin höfn hornafirði , 780 Höfn í Hornafirði
Tilboð
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
1 herb.
71 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
29.200.000
Fasteignamat
8.740.000

Tilboð óskast. Valhöll kynnir í einkasölu Hafnarbúðina, líflegann og vinsælann matsölustað með frábæru útsýni yfir höfnina á Höfn í Hornafirði. Hafnarbúðin hefur verið í stöðugum heilsársrekstri frá árinu 1982 og í eigu sömu fjölskyldu í yfir þrjátíu ár. Hér er um að ræða frábært tækifæri til að eignast rótgróinn matsölustað með fastann kúnnahóp og mikla ásókn ferðamanna.
Um er að ræða sölu á einkahlutafélagi sem á og rekur matsölustaðinn Hafnarbúðina ehf. ásamt nafni, viðskitavild, tækjum, lausafé og fasteignar. Fasteignin er 71,1 fm timburhús sem byggt var 1982 sem söluskáli og hefur verið mikið endurnýjaður síðustu fimm ár.
Staðsetning hússins er í hjarta bæjarins við höfnina, í nálægð við fjölda gististaða. Í sal eru sæti fyrir 20 manns og á útisvæði eru sæti fyrir 24.  Einnig er mikið afgreitt í síma og um bílalúgu. Hellulögð verönd er við aðaldyr og fyrir framan hús og malbikuð bílastæði. Húsið er mjög vel skipulagt og skiptist í aðalsal, afgreiðslu, eldhús, þjónusturými og 2 snyrtingar. Útgangar eru 2 á húsinu, aðalinngangur frá bílastæði og afgreiðslu og starfsmannainngangur/ vörumóttaka.  Leyfi er fyrir veitingahúsi í flokki II sem felur einnig í sér heimild til léttra vínveitinga.
Afgreiðslan er innréttuð til að afgreiða drykkjarföng, ís, pylsur, tóbak og aðra fljótafgreidda vöru. Eldhús er innréttað með hefðbundnum veitingahústækjum til að hámarka flæði. Staðurinn býður upp á mat í anda Amerísks diners. Morgunverður er í boði frá 9:00-11:30 en eftir það tekur tekur við matseðill þar sem boðið er upp á fisk og franskar, borgara, salöt, lokur, vefjur og smárétti. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á klassíska og nýja rétti í bland.
Hafnarbúðin er einn af þessum stöðum sem er nánast fullur frá morgni til kvölds. Því má líklega þakka  umsögnum viðskiptavina. Staðurinn hefur skartað viðurkenningunni „Travellers choise“ á Tripadvisor mörg ár í röð. Er einkunina 4,7 á GOOGLE. Er útnefnddur einn af 10 uppáhalds veitingastöðun Rick Stevens í ferðahandbók og á blogginu hans. Er getið Lonely Planet, sem og í fleiri handbókum víðsvegar um heimin.
https://www.tripadvisor.com/Restaurant_Review-g189960-
https://www.google.com/search?q=hafnarb%C3%BA%C3%B0in&rlz=1C1EJFA_enIS767IS768&oq=hafnarb%C3%BA%C3%B0in&aqs=chrome..69i57j0i512l2j0i30l3j69i61l2.2801j0j15&sourceid=chrome&ie=UTF-8#lrd=0x48cfac5a7a663c33:0xe913fb4c84c643de,1,,,,
https://blog.ricksteves.com/cameron/2018/04/iceland-food/

Hafnarbúðin stendur á 797fm lóð nálægt nýjum hótellóðum, má því vænta uppbyggingar á svæðinu á næstu árum. Byggingarreitur er ekki fullnýttur svo hægt er að stækka húsið með viðbyggingu eða byggja allt að 250 fm hús sem er 2 hæðir og ris skv. gildandi deiliskipulagi. Lóðina má nýta undir fjölbreitta atvinnustarfsemi og íbúðir.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað bæði að innan og utan síðustu 5 ár. Skipt hefur verið um glugga, hurðar, útanhúslýsingu, loftaða utanhúsklæðningu. Ásamt því að burðarvirki var endurnýjað eftir þörfum. Veitingasvæði utanhúss hefur verið afmarkað og aðgengi bætt með ramp við aðaldyr og góðum pall fyrir vörumóttöku við bakdyr. Frárenslislagnir úr eldhúsi og vatnslagnir hafa verið endurnýjaðar. Einnig hefur verið lagt nýtt rafmagn í húsið. Gólf voru endurnýjuð og sett óslitið vínilparket á allt húsið arið 2021. Panill málaður og sett upp ný ljós.  Sett var upp ný kælipressa fyrir innangengan kæli árið 2021 sem og ný útsogsvifta. Fyrirsjáanlegt viðhald næstu ára er nýtt þakjárn og fitugildra.

Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Snorri Snorrason löggiltur Fasteignasali S:895-2115, [email protected] Ertu í fasteignahugleiðingum, viltu selja ? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 20 ára samfeldu starfi við fasteignasölu á Íslandi, sanngjörn söluþóknun, hafið samband í síma 895-2115 eða [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.