EIGNIN ER SELD 15.JANÚAR 2023, MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN TIL 15.FEB. 2023.
Vallholt 7 í Ólafsvík er til sölu. Húsið er einbýlishús á einni hæð og mælist 114,4 fm samkvæmt HMS. Íbúðin skiptist í forstofu, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla, eldhús og góða stofu. Á eldhúsgólfi eru korkflísar og nýleg innrétting að hluta. Parket er á stofu og herbergjum. Baðið er nýlega tekið í gegn með nýlögðum flísum á veggjum og gólfi og þar inni er sturta. Í aðalsvefnherberginu eru góðir skápar og að auki eru skápar í öðru. Á forstofu eru flísar og skápur við vegg. Gluggar líta vel út utan eins sem þarf að skoða. Húsið var nýlega klætt með álklæðningu og timbur á milli. Álögð fasteignagjald ársis 2022 eru kr 283,870,-
Húsið lítur vel út utan sem innan og er á góðum stað. Loftplata hússins er steypt. Ásett verð kr 33,9 millj og eignin er laus við kaupsamning
ATH: Inni myndir koma fljótlega
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík í síma 893-4718
[email protected] Allar almennar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll sími 588-4477.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SKV, GREININGU CREDITINFO 2015 til 2022, EÐA 8 ÁR SAMFLEYTT, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM OG FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI Í REKSTRI SKV, GREININGU VIÐSKIPTABLAÐSINS OG KELDUNAR 2017-2022.