?> Ásvegur 17, Reykjavík

Ásvegur 17, Reykjavík

53.500.000 Kr.Tví/Þrí/Fjórbýli
119,9 m2
5 herbergja
Herbergi 5
Stofur 2
Baðherbergi
Svefnherbergi 3
Ásett verð 53.500.000 Kr.
Fasteignamat 42.900.000 Kr.
Brunabótamat 33.600.000 Kr.
Byggingarár 1972

Lýsing


NÝTT Í SÖLU - ÁSVEGUR 17.  104-REYKJAVÍK.  GLÆSILEG NEÐRI SÉRHÆÐ Á FRÁBÆRUM STAÐ Í KLEPPSHOLTINU.  

Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, Sími:588-4477 og Ingólfur Gissurarson löggiltur Fasteignasali og leigumiðlari, síðan 1989, sími:896-5222, kynna: Nýkomin í einkasölu glæsileg mikið endurnýjuð 120 fm neðri sérhæð í góðu tvíbýlishúsi (byggt 1972) á frábærum stað í Kleppsholtinu í 104-Reykjavík.  Íbúðin var nær algerlega endurnýjuð fyrir ca 10 árum að innan á afar smekklegan máta.  Gott skipulag, 3 svefnherbergi og möguleiki á því fjórða.  


SKIPULAG: Forstofa með eikarskápum.  Hol með innfeldri næturlýsingu í vegg og smekklegri skrifborðsaðstöðu í enda.  Stofa og borðstofa með útgengt á góðan suðvestur timbursólpall afgirtur að hluta, mikil veðursæld.  Möguleiki er að stúka borðstofuna af og gera þar fjórða svefnherbergið ef þarf.  Rúmgott eldhús með borðkrók, falleg nýleg hvít / eikar innrétting, gaseldavél, stálháfur og límtrésborðplötur.   Endurnýjað flísalagt baðherbergi með baðkari m.sturtu í, speglaskápum, upphengdu klósetti og glugga.    3 svefnherbergi öll með skápum.   Gengið er niður í kjallara úr forstofu og þar er sér þvottaherbergi og geymsla.  Einnig fylgir sameiginleg (með efri hæð) geymsla með sérinngangi aftast á bílskúr sem stendur  austur af húsinu.   GÓLFEFNI: Náttúrusteinn (Mustang) á forstofu, holi og eldhúsi. Flísar á baði. Parket á öðrum gólfum.  Falleg ræktuð lóð með m.a. góðu jarðaberja beði. Mikil veðursæld og frábær eftirsótt staðsetning. 

ANNAÐ: Samkvæmt upplýsingum frá seljendum og sýnilegt er við skoðun, er komin tími á að skipta um gler í einhverjum gluggum.  Þá er stutt í að standsetja þurfi þak (mála) eða jafnvel skipta um járn.  Lagfæra þarf aðeins drenlögn útí götu frá húsinu.  Húsið er annars að sjá í góðu standi að utan.   

Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Ingólfur Gissurarson löggiltur Fasteignasali og leigumiðlari S:896-5222   ingolfur@valholl.is  
Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ?  Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 30 ára samfeldu starfi við fasteignasölu á Íslandi, sanngjörn söluþóknun, sláið á þráðinn í síma 896-5222. 
 

VALHÖLL FASTEIGNASALA  SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR.   VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015,  2016 OG 2017, EN AÐEINS 2,2% FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM. 

Kort


Sölumaður

Ingólfur Geir GissurarsonFramkvæmdastjóri. Löggiltur Fasteignasali+leigumðl
Netfang: ingolfur@valholl.is
Sími: 8965222
Senda fyrirspurn vegna

Ásvegur 17


CAPTCHA code