?> Fitjahraun 8, Hella

Fitjahraun 8, Hella

9.900.000 Kr.Sumarhús
27,5 m2
2 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 1
Ásett verð 9.900.000 Kr.
Fasteignamat 8.150.000 Kr.
Brunabótamat 6.540.000 Kr.
Byggingarár 2000

Lýsing


Valhöll fasteignasala og Herdís Valb. kynna í einkasölu virkilega fallega og vel staðsetta 1.2 ha.( 12.000 fm) sumarhúsalóð við Heklurætur. Á lóðinni eru tvö hús 27.5 fm. hús og minna hús sem er ca.10 fm. (óskr.) auk geymslukofa (óskr.). Samtals ca. 42 fm. 
Eignin er laus við kaupsamning !

Í húsunum er svefnpláss fyrir 8 manns og hafa þau verið afar smekklega standsett til útleigu. Innbú getur fylgt með s.s. nýjar sængur, rúmföt, dýnur, leirbúnaður ofl.
Um er að ræða eignarlóð sem er staðsett í vinsælli frístundarbyggð í landi Svínahaga við Heklubyggð á Rangárvöllum.
Kalt vatn og rafmagn komið inn í hús og búið að koma fyrir rotþró við húsið. 

Stór og góður timburverönd tengir saman húsin og býður lóðin upp á mikla byggingar möguleika en skv. greinargerð um deiluskipulag segir m.a. að ,, Staðsetning húsa og byggingarreitir
 : Byggingarreitir eru rúmir og er heimilt að reisa 2 sumarhús á hverri lóð þar sem því verður komið við. Fjarlægð milli húsa innan lóðar skal vera minnst 20 m. Þó má gestahús vera nær sé öllum reglum um brunavarnir fullnægt. Byggingarreitir eru hvergi nær þjóðvegi (Þingskálavegi) en 80 m. Hús verða staðsett í samráði við byggingarfulltrúa Rangárþings ytra. Mænisstefna bygginga er frjáls. Fjarlægð byggingarreita frá lóðamörkum er að jafnaði 20 m, en í sumum tilvikum enn meira. Húsagerðir og húsastærðir : Sumarhús skulu að jafnaði vera á einni hæð og skal leitast við að aðlaga hús sem best að landslagi . Innan byggingarreits er heimilt að reisa sumarhús ásamt gestahúsi eða verkfærageymslu... Mesta leyfilega vegghæð er 4,5 og mesta hæða í mæni er 6,0 m miða við hæð jarðvegs umhverfis húsið. Hámarks stærð verkfærageymslu/bílskúrs er 100m2 . Fjöldi bygginga á lóð skal aldrei fara yfir fjóra. Hámarks byggingarmagn innan hverrar lóðar er 300m2 ..."

Nánari lýsing húsa:
27.5 fm. húsið
: Komið er inn í snyrtilegt anndyri með fatahengi. Á hægri hönd er snyrtilegt uppgert baðherbergi með sturtuaðstöðu ( útisturta en núverandi eigendur munu breyta því) Fyrir framan anddyri er búið að stúka af krók með svefnsófa fyrir tvo. Þar við hlið er opið rými með sjónvarpssholi en þar er svefnsófi fyrir tvo. Eldhús er snyrtilegt með hvítri eldhúsinnréttingu og ágætis borðkrók. Gólfefni er plastparket.

ca. 10. fm. húsið: Þar eru tvær góðar kojur með svefnrými fyrir fjóra, hilla og plastparket á gólfi.
ca. 5 fm. geymsluskúr.


Samantekt: 
Góð og vel staðsett hús á eignarlóð á Suðurlandi (Heklubyggð í landi Svínhaga) með útsýni að eldfjallinu Heklu og Búrfelli. Stutt í helstu þjónustu eða ca. 20 km fjarlægð frá Hellu. Nálægt einni af fallegustu útivistarperlum landsins þ.e. Rángá, Landmannalaugar, Veiðivötn, Eldgjá, Hrafntinnusker, Eyjafjallajökli, Þórsmörk, Gullna hringnum ofl.

Nánari upplýsingar og sýningu eignar annast:
Herdís Valb. Hölludóttir, löggiltur fasteignasali, s. 694-6166 - herdis@valholl.is


VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR.   
VALHÖLL FASTEIGNASALA ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015 OG 2016, EN AÐEINS 1,7% FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.


Nánari uppl. sjá vefslóðir: 
Loftamynd
:
http://heklubyggd.is/wp-content/uploads/2016/04/Loftmynd-skipulag.jpg
Heklulóðir :
http://heklubyggd.is/?page_id=19
Deiluskipulag- greinargerð :
http://heklubyggd.is/wp-content/uploads/2016/03/sd53d_Heklubyggd_grg_lok-skipulag.pdf

Kort


Sölumaður

Herdís Valb. HölludóttirLögfræðingur. Löggiltur fasteignasali
Netfang: herdis@valholl.is
Sími: 694-6166
Senda fyrirspurn vegna

Fitjahraun 8


CAPTCHA code