?> Hraunkambur 5, Hafnarfjörður

Hraunkambur 5, Hafnarfjörður

32.500.000 Kr.Fjölbýlishús
94 m2
4 herbergja
Sameiginlegur
Herbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 2
Ásett verð 32.500.000 Kr.
Fasteignamat 31.150.000 Kr.
Brunabótamat 22.750.000 Kr.
Byggingarár 1930

Lýsing


Valhöll fasteignasala s: 588-4477 kynnir rúmgóða 3- 4ra herb. íbúð á 3ju. hæð (ris) á í þríbýlishúsi við Hraunkamb 5, Hafnarfirði. Íbúðin er skráð 94 fm, þ.e. íbúð 78.2. fm. og geymsla/þvottahús 15.8 fm. í kjallara 

Nánari lýsing eignar: Sameiginlegur inngangur inn í anddyri en þaðan er gengið upp stiga upp á gang sem tengir saman vistverur. Á hægri hönd er ágætis herbergi. Svefnherbergi er rúmgott en þaðan er innangengt inn í annað herbergi ( hægt að breyta inngangi þangað aftur úr vinnuherbergi). Vinstra megin úr holi er gengið inn í stóra og góða stofu með útgengi út á litlar svalir sem snúa í suðvestur. Baðherbergi er  með baðkari og hvítri innréttingu. Eldhús er með L- laga eldri en eldri innréttingu, ágætis borðkrókur (merki um leka í lofti). Gólfefni á íbúð eru flísar og plastparket. Sérgeymsla og þvottahús í kjallara.

Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu er húsið 3ja hæða og byggt í tvennu lagi. Eldri hlutinn er timburhús þar sem neðsta hæðin er steinsteypt og milliloft úr timbri. Yngri hlutinn er úr steinsteypu. Þak er margbrotið valmaþak. 

 

Samantekt: Um er að ræða vel staðsetta íbúð á rótgrónum stað í Hafnarfirði, stutt í góðar gönguleiðir og helstu þjónustu. Íbúðin virðist vera í ágætu ástandi en kominn tími á eitthvað viðhald og endurnýjun. Utanhús er komin tími á endurnýjun s.s. á þaki, klæðningu, steypu, glugga og gler.
 

Nánari upplýsingar og sýningu eignar annast:
Herdís Valb. Hölludóttir, löggiltur fasteignasali, s. 694-6166 - herdis@valholl.is
 

ATH. Seljandi þekkir ekki ástand eignar að öðru leyti en fram kemur í þessu söluyfirliti  Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand eignarinnar en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og samkvæmt söluyfirliti. Eignin selst í því ástandi sem hún nú er í og mun seljandi ekki gera neinar endurbætur á henni fyrir sölu. Væntanlegum kaupendum er því bent á að skoða eignina með það í huga.

 *Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Valhöll fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Kort


Sölumaður

Herdís Valb. HölludóttirLögfræðingur. Löggiltur fasteignasali
Netfang: herdis@valholl.is
Sími: 694-6166
Senda fyrirspurn vegna

Hraunkambur 5


CAPTCHA code